Innlent

Aðgerðir lögreglu ekki dánarorsök

Flest bendir til þess að maður sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í lögreglubíl, hafi látist vegna áhrifa eiturlyfja, en aðgerðir lögreglumanna hafi ekki átt þar neinn hlut að máli. Þetta kom fram í tíu-fréttum fréttastofu sjónvarps. Endanleg niðurstaða mun líta dagsins ljós eftir um það bil þrjár vikur.

Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2 hafa lögreglumönnum borist líflátshótanir og því er lögreglunni í mun að dánarorsakir mannsins komist á hreint sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×