Innlent

Jón H.B. afneitar ótrúverðugleika

Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, telur af og frá að yfirmenn embættis Ríkislögreglustjóra hafi gert sig ótrúverðuga með yfirlýsingum um sakborninga í Baugsmálinu. Fyrir ári þegar hugað var að endurákæru í Baugsmálinu fór það frá embætti ríkislögreglustjóra til ríkissakskóknara með þessum rökstuðningi Haraldar Johannessen.

Það er hægt með rökum að halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of flækt í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í málinu.

Nú þegar skattamálið er til rannsóknar hjá embætti Haraldar halda Baugsmenn því fram að ríkislögreglusjóri hafi lýst sig og embættið vanhæft til að fara með rannsókn málinu. Því fer víðs fjarri segir yfirmaður Efnahagsbrotadeildar. Um allt annað mál sé að ræða.

Lögmenn Baugsmanna héldu því fram í Héraðsdómi í gær að yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra hafi brotið gegn reglu um að sakborningar teljist saklausir uns sekt er sönnuð. Vísað var til þess að Haraldur Johannessen sagði í Blaðinu að skattamálinmuni fara fyrir dóm sem skattsvikamál.Jón H. B.snorrason sagði í sama fjölmiðli að allir væru jafnir hvort sem þeir afgreiddu kjötfars eða ekki og Arnar Jensson yfirlögregluþjónn talar skipulagða glæpahópa sem starfi í skjóli auðs í skrifum í grein um Baugsmálið sem birtist í nýverið í Morgunblaðinu.

Væri hlutdrægni í málatilbúnaði ætti það að leiða til þess að sönnunarfærslan væri véfengd fyrir dómi, segir yfirmaður Efnahagsbrotadeildar og bætir við að fjölmiðlaufjöllun væri ekki stjórnað af embættinu.

Í dómsal í gær hélt hann því fram að Blaðið hefði haft rangt eftir ríkislögreglustjóra, að eftir honum sjálfum hafi fjölmiðlar haft hluti sem hann hefði ekki búist við að sjá á prenti. Hann vill þó ekki meina að fjölmiðlafólk leggi forsvarsmenn embættis ríkislögreglustjóra í einelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×