Segir Frjálslynda kynda undir kynþáttafordómum 5. nóvember 2006 18:30 Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Hún segir að skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi og spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt. Egill Helgason ræddi við Jón Magnússon lögmann í Silfrinu í dag, í tilefni greinar hans í Blaðinu nýverið undir fyrirsögninni Ísland fyrir Íslendinga. Þar reyfar Jón hugmyndir um að takmarka aðgang útlendinga að vinnu á Íslandi. Jón sagði það mikið vandamál hvað kæmu margir útlendingar á stuttum tíma til starfa á Íslandi. Hann spyrði sig hvers konar þjóðfélag fólk vildi hafa á Íslandi. Hann sagði útlendinga ekki enn hafa tekið vinnu af Íslendingum en koma þeirra á vinnumarkaðinn hefði leitt til raunverulegrar launalækkunar. Jón er genginn í Frjálslynda flokkinn og tók Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður flokksins undir sjónarmið Jóns í Silfrinu í dag og sagði mistök að Alþingi skyldi ekki hafa nýtt undanþáguheimild í EES samningnum, til að takmarka flæði vinnuafls frá 10 nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins. Magnús Þór sagðist að stjórn væri höfð á þessu flæði útlendinga til landsins. Það væri ófyrirgefanlegt að allir flokkar á Alþingi nema Frjálslyndi flokkurinn hafi opnað fyrir frjálst flæði vinnuafls frá tíu nýju ríkjunum í Evrópusambandinu frá og með 1. maí s.l., þ.a.m. frá mörgum fátækustu ríkjum álfunnar og austur Evrópuríkjum. Þetta hefði verið ófyrirgefanlegt stórslys. Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sagði það trufla sig að ábyrgur þingmaður væri að hvetja til kynþáttafordóma. Það skelfdi hana. Hún sagði Íslendinga eiga að læra af reynslu annarra þjóða, eins og Norðurlandanna og setja reglur um þessa hluti og auka eftirlit. Það væri hins vegar ekki rétt að flokka fólk í hópa eftir trú og litarhætti, eins og hún telur að margir í Frjálslynda flokknum geri. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Hún segir að skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi og spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt. Egill Helgason ræddi við Jón Magnússon lögmann í Silfrinu í dag, í tilefni greinar hans í Blaðinu nýverið undir fyrirsögninni Ísland fyrir Íslendinga. Þar reyfar Jón hugmyndir um að takmarka aðgang útlendinga að vinnu á Íslandi. Jón sagði það mikið vandamál hvað kæmu margir útlendingar á stuttum tíma til starfa á Íslandi. Hann spyrði sig hvers konar þjóðfélag fólk vildi hafa á Íslandi. Hann sagði útlendinga ekki enn hafa tekið vinnu af Íslendingum en koma þeirra á vinnumarkaðinn hefði leitt til raunverulegrar launalækkunar. Jón er genginn í Frjálslynda flokkinn og tók Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður flokksins undir sjónarmið Jóns í Silfrinu í dag og sagði mistök að Alþingi skyldi ekki hafa nýtt undanþáguheimild í EES samningnum, til að takmarka flæði vinnuafls frá 10 nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins. Magnús Þór sagðist að stjórn væri höfð á þessu flæði útlendinga til landsins. Það væri ófyrirgefanlegt að allir flokkar á Alþingi nema Frjálslyndi flokkurinn hafi opnað fyrir frjálst flæði vinnuafls frá tíu nýju ríkjunum í Evrópusambandinu frá og með 1. maí s.l., þ.a.m. frá mörgum fátækustu ríkjum álfunnar og austur Evrópuríkjum. Þetta hefði verið ófyrirgefanlegt stórslys. Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sagði það trufla sig að ábyrgur þingmaður væri að hvetja til kynþáttafordóma. Það skelfdi hana. Hún sagði Íslendinga eiga að læra af reynslu annarra þjóða, eins og Norðurlandanna og setja reglur um þessa hluti og auka eftirlit. Það væri hins vegar ekki rétt að flokka fólk í hópa eftir trú og litarhætti, eins og hún telur að margir í Frjálslynda flokknum geri.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira