Innlent

Auglýst eftir forstöðumanni Listasafns Íslands

Listasafn Íslands
Listasafn Íslands

Menntamálaráðuneytið hefur auglýst embætti forstöðumanns Listasafns Íslands laust til umsóknar. Menntamálaráðherra skipar í embættið til næstu fimm ára samkvæmt lögum um Listasafn Íslands. Heimilt er að endurnýja skipun forstöðumanns Listasafns Íslands einu sinni til fimm ára og getur samanlagður skipunartími því lengstur orðið 10 ár. Í embættið skal skipaður einstaklingur með sérfræðilega menntun og staðgóða þekkingu á myndlist og rekstri listasafna, segir í auglýsingunni.

Gert er ráð fyrir því að skipað eða sett verði í embættið frá og með 1. mars 2007. Núverandi forstöðumaður safnsins er Ólafur Kvaran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×