Innlent

Tveir handteknir í Mosfellsbæ fyrir þjófnað á byggingarefni

Vinsælt virðist vera um þessar mundir að stela byggingarefnum og verkfærum úr nýbyggingum.
Vinsælt virðist vera um þessar mundir að stela byggingarefnum og verkfærum úr nýbyggingum. MYND/Hari

Lögregla handtók tvo menn í Mosfellsbæ í nótt þar sem þeir voru að stela byggingarefni úr nýbyggingum.

Þegar að þeim var komið voru þeir búnir að lesta kerru með fjörutíu mótaplötum, og komu ekki meiru á kerruna. Mennirnir gista fangageymslur þar til þeir verða yfirheyrðir, en töluvert hefur verið um að verkfærum og ýmsu byggingarefni hafi verið stolið úr nýbyggingum að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×