Innlent

FL Group styrkir BUGL

Á annað hundrað barna í sjálfsvígshættu njóta góðs af ákvörðun FL Group og Sinfóníuhljómsveitar Íslands að styrkja BUGL um allt að tuttugu milljónir á næstu fjórum árum.

Um hundrað og tuttugu börn á aldrinum tólf til átján ára koma á bráðamóttöku BUGL á ári. Hingað til hefur eingöngu verið hægt að veita þeim lágmarksmeðferð en nú verður hægt að fylgja þessum börnum eftir á þeim tíma sem börnin og fjölskyldur þeirra hafa best tök á að mæta. "Þessi stuðningur gerir að veruleika gamlan draum starfsfólks BUGL um betri þjónustu við þá sem þurfa á bráðaþjónustu að halda vegna sjálfsvígshættu," segir Hrefna Ólafsdóttir yfirfélagsráðgjafi BUGL. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir þetta að mörgu leyti týnt málefni og því hafi FL Group viljað láta gott af sér leiða á þessu sviði.

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra fagnar því að stórfyrirtæki séu reiðubúin að láta af hendi rakna til að styrkja þjónustuna á BUGL.

[GOTO VIDEO

NAME: Hrefna

IN WORDS: Þessi peningur

OUT WORDS: vinnutíma

AT: 30'15"

TO: 30'24"

ITEM TIME:0'09"]

Styrkurinn kemur þannig til að Sinfóníuhlómsveitin sem er styrkt af FL Group heldur eina góðgerðartónleika á ári og næstu fjögur árin rennur ágóðinn af þeim til BUGL.

[GOTO VIDEO

NAME: Hannes

IN WORDS: Okkur fannst þetta

OUT WORDS: af okkur leiða

AT: 27'49"

TO: 28'04"

ITEM TIME:0'15"]

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra fagnar þessu framlagi.

[GOTO VIDEO

NAME: Siv

IN WORDS: Er ekki

OUT WORDS: þjónustuna hér

AT: 26'34"

TO: 27'16"

ITEM TIME:0'42"]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×