Innlent

Borgarstjóri reiddist dómsmálaráðherra

Heilsíðu auglýsing í Fréttablaðinu í dag hefur vakið athygli, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, hvetur sjálfstæðismenn til þess að kjósa Guðlaug Þór Þórðarson í prófkjörinu um helgina.

Guðlaugur Þór sækist eftir öðru sæti á lista flokksins, í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ástæðan fyrir þessari auglýsingu sú að í kosningabæklingi frá Birni Bjarnasyni, sem kom út í gær, var vitnað í Vilhjálm um stuðning hans við Björn, án samþykkis Vilhjálms.

Vilhjálmur var svo ósáttur við þetta að hann ákvað að senda út þessa stuðningsyfirlýsingu við Guðlaug  Þór, í heilsíðu auglýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×