Erlent

Ákærur í njósnahneyksli HP

Ríkissaksóknari Californíu í Bandaríkjunum hefur ákært fyrrum stjórnarformann Hewlett-Packard tölvufyrirtækisins ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrir fyrirtækjanjósnir.

Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna.

Málið fór af stað þegar fyrirtækið gaf upp að að leynilögreglumenn sem það réði í því skyni að komast að leka úr stjórn fyrirtækisins, hefðu leynilega náð í færslur símtala ýmissa yfirmanna, starfsmanna og blaðamanna.

Spæjararnir notuðu ólögleg undanbrögð og dulbjuggust eins og mennirnir sem þeir voru að rannsaka, til þess að blekkja símafyrirtækin að láta skrárnar af hendi.

Fimmmenningarnir eru ákærð fyrir að hafa brotið ríkislög um persónuvernd,reyna að fá persónulegar upplýsingar frá opinberum aðilum undir fölsku yfirskyni, óleyfilegan aðgang að tölvugögnum, þjófnað á persónuupplýsingum og samráð um brotin. Hver liður ákæranna getur leitt til allt að sjö milljón króna sektar og þriggja ára fangelsisvistar.

Búist er við að fleiri ákærum vegna málsins.

Fimmmenningarnir hjá Hewlett Packard eru sökuð um að hafa brotið ríkislög um persónuvernd í því skyni að komast að rótum leka úr stjórn fyrirtækisins. Þau eru einnig sökuð um að reyna að fá persónulegar upplýsingar frá opinberum aðilum undir fölsku yfirskyni, óleyfilegan aðgang að tölvugögnum, þjófnað á persónuupplýsingum og samráð um að fremja hvert framangreindra brota. Hver liður ákæranna getur leitt til allt að sjö milljón króna sektar og þriggja ára fangelsisvist.

 

 

Á blaðamannafundi í gær kom fram að rannsókn á tölvurisanum er ekki lokið og fleiri ákærur gætu verið gefnar út.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×