Erlent

Chavez segir Rumsfeld "sríðshund"

Forseti Venezuela, Hugo Chavez, fagnar fylgjendum sínum, en kforsetakosningar fara fram í landinu 3. desember n.k.
Forseti Venezuela, Hugo Chavez, fagnar fylgjendum sínum, en kforsetakosningar fara fram í landinu 3. desember n.k. MYND/AP

Enn stirðna samskiptin á milli Bandaríkjanna og Venezuela og liggur Chavez forseti Venezuela ekki á neikvæðum skoðunum sínum á Bandaríkjamönnum.

Nú hefur hann kallað varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, stríðshund og líkir honum þannig við Cerebus, hundinn sem gætir inngangsins í helvíti. Ástæðan er sú að á ráðstefnu sem Rumsfeld sækir í Venezuela sagði hann nágrannaríki Venezuela vera áhyggjufull vegna aukinnar vopnauppbyggingu Chavez sem telur í billjónum bandaríkjadala og er fjármögnuð af olíuauði landsins.

Rumsfeld hefur dregið skýringu Chavez í efa, en hann segir vopnauppbygginguna einungis í varnartilgangi.

Chavez hefur hvatt nágrannaríki sín til samvinnu með herafla til að tryggja öryggis svæðisins gegn yfirráðum Bandaríkjamanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×