Erlent

Kaupmannahafnarháskóli á lista bestu háskóla

Kaupmannahafnarháskóli er í fimmtugasta og fjórða sæti á lista breska blaðsins The Times yfir 100 bestu háskóla í heimi. Enginn annar norrænn háskóli er á listanum. Besti háskóli heims er Harward háskóli í Massachusetts ríki í Bandaríkjunum, en bandarískir og breskir háskólar raða sér í öll efstu sæti listans. Fjöldi vísindamanna um allan heim velur á listann. Á sama tíma og háskólum fjölgar hér á landi er stefnt að því að fækka þeim til muna í Danmörku með sameiningu háskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×