Erlent

Brjóstin björguðu

Konan slapp ekki alveg, því silikonpúðarnir sprungu.
Konan slapp ekki alveg, því silikonpúðarnir sprungu.

Búlgörsk kona getur þakkað silikonbrjóstum að hún slapp vel frá alvarlegu bílslysi.

Silikonpúðarnir í brjóstum hinnar 24 ára gömlu konu virkuðu sem loftpúðar þegar hún lenti í hörðum árekstri við annan bíl.

Breska blaðið Standard sagði að konan hefði keyrt yfir á rauðu ljósi, á annan bíl á stórum gatnamótum í Ruse.

Vitni sagði að bílarnir hefðu verið mjög illa útleiknir eftir slysið.

Konan slapp þó ekki alveg, því silikonpúðarnir sprungu við áreksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×