Innlent

Atlantshafsbandalagið tekur við í Afganistan

Atlantshafsbandalagið hefur lýst sig reiðubúið til að taka við stjórn friðargæslu í öllu Afganistan, þrátt fyrir vaxandi ofbeldi og árásir á hermenn.
Atlantshafsbandalagið hefur lýst sig reiðubúið til að taka við stjórn friðargæslu í öllu Afganistan, þrátt fyrir vaxandi ofbeldi og árásir á hermenn. MYND/AP

Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt að taka við stjórn herliðs í austurhluta Afganistans. NATO tekur þar við stjórn um 10.000 hermanna liðs sem er að mestu leyti bandarískt. Breytingin gengur í gegn eins fljótt og auðið er, þrátt fyrir vaxandi ofbeldi.

Þetta verður tilkynnt á fundi varnarmálaráðherra NATO í dag en þeir hittast í strandbænum Portoroz í Slóveníu. Þegar NATO hefur tekið við í austurhlutanum fer bandalagið með stjórn friðargæslu í öllu landinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×