Innlent

Vill sannleiksnefnd til að rannsaka njósnir

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, vill að sett verði á laggirnar sérstök sannleiksnefnd til að rannsaka símhleranir og leyniþjónustustarfsemi á Íslandi.

Hann segir að þeirri spurningu sé ósvarað hvort slíkt sé enn stundað og alvarlegar séu ásakanir um að upplýsingum um pólitískar skoðanir fólks hafi verið komið til erlendra ríkja og þær notaðar hérlendis til að hindra að það kæmist ekki í opinberar stöður. Þá segir hann einna alvarlegast að margt bendi til þess að þessar njósnir hafi nær hafi nær eingöngu verið á vegum Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×