Innlent

Ókeypis bókasafnsskírteini út vikuna

Bókasafnsskírteinin er auðvelt að fá á öllum útibúum Borgarbókasafnsins.
Bókasafnsskírteinin er auðvelt að fá á öllum útibúum Borgarbókasafnsins. MYND/Haraldur Jónasson
Borgarbókasafnið býður upp á ókeypis bókasafnsskírteini í tilefni af viku símenntunar, frá 24.-30. september. Skírteinið veitir fólki aðgang að lesmáli safnsins í bókum og tímaritum, tónlist, myndefni og fleiru. Vika símenntunar er ætluð til að vekja athygli fólks á mikilvægi menntunar og því að það er aldrei of seint að fræðast meira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×