Erlent

Einn til viðbótar handtekinn fyrir dagheimilisbruna

Einn Svíi til viðbótar hefur verið handtekinn vegna rannsóknar á fimm íkveikjum í dagheimilum í sænska bænum Skövde undanfarnar vikur. Þrír voru handteknir á fimmtudagskvöldið en einum þeirra var sleppt um hádegisbilið í dag. Sænska lögreglan telur sig vera að þrengja hringinn en vill ekki gefa nánari upplýsingar um hina grunuðu.

Tæpri milljón íslenskra króna hafði verið heitið fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku brennuvargsins eða varganna. Tjónið vegna leikskólanna sem brunnu er metið á 489 milljónir íslenskra króna, fyrir utan óþægindi fyrir börn og foreldra sem treystu á þjónustu leikskólanna. Enginn slasaðist hins vegar í brununum þar sem yfirleitt var kveikt í að næturlagi þegar leikskólarnir stóðu auðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×