Erlent

Létust í biðröð eftir eldsneyti

Minnst 31 manneskja lést þegar bílsprengja sprakk við eldsneytistank í sjíahverfinu Sadr í Bagdad. Flestir þeirra sem létust voru konur sem stóðu í biðröð til þess að fá hreinsað bensín til að elda á. Sprengjuárásin er með stærstu árásum undanfarnar vikur.

Bandarískir sérfræðingar spá auknu ofbeldi í föstumánuðinum Ramadan sem hófst í dag en það stangast hins vegar á við reglur Íslams um að föstunni skuli fylgja friðsemd og sjálfskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×