Erlent

Persson hyggst biðjast lausnar á morgun

MYND/AP

"Við höfum tapað í kosningunum en flokkurinn hefur ekki tapað. Hans málefni standa óhögguð og við komum til baka," saði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar þegar ljóst var að hægrabandalagið hafði sigrað í þingkosningunum í Svíþjóð.

Persson kom fram í sjónvarpi og sagðist myndi ganga á fund forseta sænska þingsins á morgun og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Persson boðaði harða stjórnarandstöðu á öllum vígstöðvum.

"Við munum mæta hægri flokkunum af krafti á öllum vígstöðvum, í þinginu, í sveitarstjórnum og á götum og torgum" sagði Persson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×