Erlent

Atlantis farin frá Alþjóðlegu geimstöðinni

Traffík er til og frá Alþjóðlegu geimstöðinni um þessar mundir. Atlantis hóf í dag flug til jarðar á meðan rússneskt geimfar undirbýr flugtak með fyrsta kvenferðalanginn innanborðs.

Áhöfn Atlantis er á förum, tilkynnti Jeff Williams stjórnstöðinni í Houston í Bandaríkjunum þegar geimflaugin Atlantis hóf flug frá alþjóðlegu geimstöðinni í dag eftir átta daga dvöl í geimnum. Sex geimfarar flaugarinnar kvöddu þá sem eftir urðu í geimstöðinni með hefðbundnum hætti, það er að segja með handabandi og faðmlögum en einnig með því að hringja bjöllu. Miklar viðgerðir hafa verið unnar við geimferðastöðina og hefur hún tekið miklum stakkastkiptum frá því hún var byggð. Búist er við að geimflaugin lendi á jörðinni á miðvikudagsmorgun en þá hefur hún verið eina ellefu daga í geimnum. Ekki er laust við að nokkur traffík sé að Alþjóðlegu geimstöðinni en rússneska geimfarið Soyuz mun á morgun leggja af stað frá kazakstan að geimstöðinni en það þessu sinni með geimferðakonuna Anousheh Ansari innanborðs en hún er fyrst kvenna til að fara út í geim sem óbreyttur ferðamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×