Innlent

Tvær konur bítast um formannsembætti Heimdallar

Tvær ungar sjálfstæðiskonur hafa boðið sig fram í formannsembætti Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, þær Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Heiðrún Lind Halldórsdóttir. Stjórn Heimdallar verður kosin á aðalfundi félagsins sem verður haldinn eigi síðar en 1. október næstkomandi.

Báðar hafa þær mikla reynslu af félagsstörfum og hafa gegnt ábyrgðarhlutverkum á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna og fleiri félögum.

Núverandi formaður Heimdallar er Bolli Thoroddsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×