Innlent

Sportbíllinn óökufær

Ökumaður slapp með skrekkinn í gærkvöldi þegar hann keyrði út af veginum í Kömbunum. Hann ók utan í vegrið sem varnaði því þó að hann hentist út af þar sem fallið er hátt en í staðinn hentist hann út af veginum hinum megin, upp í brekkuna. Lögregla telur manninn hafa keyrt vel umfram hámarkshraða og hann því misst stjórn á hraðskreiðum sportbíl sínum, sem er nú óökufær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×