Innlent

Stóriðjustefnan er sannarlega liðin

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir það hrapallegt ef stjórnarandstaðan þekkir ekki muninn á forsjárhyggju stjórnvalda og frumkvæði landsmanna.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í gær að stjórnvöld væru greinilega ekki hætt við stóriðjustefnuna líkt og Jón Sigurðsson sagði fyrir tveimur mánuðum, úr því Jón segði nú sjálfsagt að greiða fyrir allt að þremur stóriðjuframkvæmdum í einu á næstu árum.

Jón segir fráleitt að þessi yfirlýsing sín sé til marks um stóriðjustefnu stjórnvalda. Þau verkefni sem fyrirhuguð eru séu ekki á vegum stjórnvalda heldur að frumkvæði og í forsjá annarra aðila, svo sem einkaaðila og sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×