Innlent

Viljaleysi dómsmálayfirvalda um að kenna

Allsherjarnefnd Alþingis kom saman í morgun að beiðni Samfylkingarmanna til að ræða vanda íslenskra fangelsa. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd, segir ófremdarástand nú vera til komið vegna viljaleysis dómsmálayfirvalda.

Hann segir fulltrúa Samfylkingarinnar fyrst og fremst þrýsta á um byggingu nýs gæsluvarðhaldsfangelsis og afeitrunardeildar, þar sem flestir þeirra fanga sem koma inn í íslensk fangelsi glími við áfengis- eða vímuefnavanda og þurfi umfram allt á hjálp og lækningu að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×