Heimamaðurinn Marcus Grönholm hefur nauma forystu á heimsmeistarann Sebastien Loeb þegar eknar hafa verið 6 fyrstu leiðirnar í Finnlandsrallinu. Loeb hefur verið gjörsamlega óstöðvandi það sem af er tímabili rétt eins og undanfarin ár, en Grönholm er til alls líklegur á heimavelli sínum.
Annar heimamaður, Mikko Hirvonen, er í þriðja sætinu og ekur á Ford líkt og landi hans Grönholm. Loeb ekur á Citroen og er sem stendur um 13 sekúndum á eftir forystusauðnum.