Erlent

Jarðskjálfti á Indónesíu

Jarðskjálfti upp á 5,9 á Richter skók austurhluta Indónesíu klukkan tíu a indónesískum tíma í morgun. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki eða skemmdum á mannvirkjum og ekki var gefin út flóðbylgjuviðvörun. Jarðskjálftar eru tíðir á þessum slóðum, en í maí létust 5000 þúsund manns á eyjunni Jövu í öflugum skjálfta og þá dóu 600 í flóðbylgju af völdum jarðskjálfta í síðasta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×