Erlent

Bendir til aðildar al-Qaida

Michael Chertoff
Michael Chertoff MYND/AP

Michael Chertoff, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir rannsókn á yfirvofandi sprengjutilræðum í flugvélum yfir Atlantshafi, sem greint var frá á fimmtudag, bendi til aðildar hryðjuverkasamtakanna al-Qaida.

Eins og kunnugt eru fór flugsamgöngur víða úr skorðum á fimmtudag eftir að talið var að hryðjuverkamenn hygðust láta til skarar skríða í nokkrum flugvélum á leið yfir Atlantshafið. Chertoff sagði í sjónvarpi í gær að málið sýndi fram á nauðsyn símhlerana og þess að fylgjast með viðskiptum og peningamillifærslum á alþjóðavettvangi.

Auk þess kallaði hann eftir endurskoðun á bandarískum lögum svo halda mætti grunuðum hryðjuverkamönnum frögnum í lengri tíma en nú er heimilt samkvæmt lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×