Ljósmyndir í Skotinu 10. ágúst 2006 17:45 Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Fimmtudaginn 3. ágúst opnði Hildur Margrétardóttir, myndlistarmaður, sýningu á ljósmyndum í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Myndröðinni er varpað úr skjávarpa á vegg og mynda þær lifandi flæði og frásögn. Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Hún segir vinnuaðferð sína byggjast á löngun til að segja frá, gerast sögumaður um atburði sem hún hefur orðið vitni að. Með þessum frásagnarhætti vill Hildur sýna fram á fagurfræði hins daglega lífs, sem við hugsanlega tökum ekki eftir í amstri daganna, ef til vill vegna þess að sú fagurfræði er okkur svo gjörkunnug að við gleymum að horfa á hana og hættum þar af leiðandi að skynja hana. Horfum án þess að sjá. Í kringum okkur eiga sér sífellt stað atburðir sem eru í sjálfu sér stórkostlegir og á stundum nánast guðdómlegir, án þess að við beinum athygli okkar að þeim. Þannig gætum við misst af atvikum sem hafa afl til að veita okkur innblástur og endurnýjun í hversdagsleikanum, geta fyllt okkur nýrri tegund af fagurfræði. Hildur ljósmyndar iðulega rými innan heimilis eða fólk við daglega iðju sína og leitast í myndunum við að fanga augnablik þar sem viðvera manneskjunnar er sterk þrátt fyrir að hún sé stundum ekki innan ramma myndarinnar eða vart greinanleg. Með því opnast túlkunarmöguleikar um tilgang myndarinnar, en einnig gefst tækifæri til að einbeita sjón sinni að rýminu og hlutum innan þess og velta fyrir sér hvaða athafnir hafi átt sér stað eða eiga eftir að eiga sér stað. Reynsluheimur áhorfandans fær að njóta sína við að fylla upp í frásögn myndarinnar og hann fær frelsi til túlkunar eftir eigin höfði og hugarástandi. Hildur Margrétardóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1999 og tók meistaragráðu í myndlist árið 2005 frá The Slade School of Fine Art, Englandi. Hún hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu tíu árum. Auk ljósmyndaverka hefur hún gert bókverk, innsetningar, kvikmyndir og gjörninga. Myndirnar eru teknar á Hasselblad 500C, medium format. Sjá nánar á http://www.hildur.comSkotið er nýr sýningakostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Markmiðið með þessari nýjung er að kynna hina margvíslegu þætti ljósmyndunar, jafnt landslagsljósmyndun, portrettljósmyndun, blaðaljósmyndun eða ljósmyndun sem myndlist. Tilgangurinn er einnig að bjóða upp á aukið sýningarrými og gefa fleiri ljósmyndurum og listamönnum sem vinna með ljósmyndamiðilinn kost á að koma verkum sínum á framfæri. Ljósmyndunum er varpað úr skjávarpa á 150 x 190 cm stóran vegg og mynda flæði ljósmynda. Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira
Fimmtudaginn 3. ágúst opnði Hildur Margrétardóttir, myndlistarmaður, sýningu á ljósmyndum í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Myndröðinni er varpað úr skjávarpa á vegg og mynda þær lifandi flæði og frásögn. Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Hún segir vinnuaðferð sína byggjast á löngun til að segja frá, gerast sögumaður um atburði sem hún hefur orðið vitni að. Með þessum frásagnarhætti vill Hildur sýna fram á fagurfræði hins daglega lífs, sem við hugsanlega tökum ekki eftir í amstri daganna, ef til vill vegna þess að sú fagurfræði er okkur svo gjörkunnug að við gleymum að horfa á hana og hættum þar af leiðandi að skynja hana. Horfum án þess að sjá. Í kringum okkur eiga sér sífellt stað atburðir sem eru í sjálfu sér stórkostlegir og á stundum nánast guðdómlegir, án þess að við beinum athygli okkar að þeim. Þannig gætum við misst af atvikum sem hafa afl til að veita okkur innblástur og endurnýjun í hversdagsleikanum, geta fyllt okkur nýrri tegund af fagurfræði. Hildur ljósmyndar iðulega rými innan heimilis eða fólk við daglega iðju sína og leitast í myndunum við að fanga augnablik þar sem viðvera manneskjunnar er sterk þrátt fyrir að hún sé stundum ekki innan ramma myndarinnar eða vart greinanleg. Með því opnast túlkunarmöguleikar um tilgang myndarinnar, en einnig gefst tækifæri til að einbeita sjón sinni að rýminu og hlutum innan þess og velta fyrir sér hvaða athafnir hafi átt sér stað eða eiga eftir að eiga sér stað. Reynsluheimur áhorfandans fær að njóta sína við að fylla upp í frásögn myndarinnar og hann fær frelsi til túlkunar eftir eigin höfði og hugarástandi. Hildur Margrétardóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1999 og tók meistaragráðu í myndlist árið 2005 frá The Slade School of Fine Art, Englandi. Hún hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu tíu árum. Auk ljósmyndaverka hefur hún gert bókverk, innsetningar, kvikmyndir og gjörninga. Myndirnar eru teknar á Hasselblad 500C, medium format. Sjá nánar á http://www.hildur.comSkotið er nýr sýningakostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Markmiðið með þessari nýjung er að kynna hina margvíslegu þætti ljósmyndunar, jafnt landslagsljósmyndun, portrettljósmyndun, blaðaljósmyndun eða ljósmyndun sem myndlist. Tilgangurinn er einnig að bjóða upp á aukið sýningarrými og gefa fleiri ljósmyndurum og listamönnum sem vinna með ljósmyndamiðilinn kost á að koma verkum sínum á framfæri. Ljósmyndunum er varpað úr skjávarpa á 150 x 190 cm stóran vegg og mynda flæði ljósmynda.
Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Sjá meira