Innlent

Stefán Eiríksson nýr lögreglustjóri

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hefur skipað Stefán Eiríksson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, í embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins frá og með

15. júlí næst komandi. Um er að ræða nýtt embætti sem varð til með sameiningu nokkurra lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu, þegar lögregluembættum landsins var fækkað. Aðeins tveir sóttu um embættið og auk Stefáns sótti Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík um stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×