Sport

Frakkar lögðu heimsmeistarana á HM

Henry skorar markið
Henry skorar markið MYND/AP

Leik Frakka og Brasilíumanna á HM í Þýskalandi er lokið með sigri Frakka 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði markið eftir aukaspyrnu frá Zidane. Liðsheild Frakkana, sem lokaði algerlea á snillingana frá Brasilíu, var firnasterk. Frakkar léku undir stjórn Zinedine Zidane sem stjórnaði sínu liði eins og herforingi og var að öðrum ólöstuðum, maður leiksins.

Það er því ljóst að Frakkar mæta Portúgölum og Þjóðverjar mæta Ítölum í 4-liða úrslitum HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×