Sport

Ballack er hvergi banginn

Ballack ætlar að hitta í mark á móti Argentínu
Ballack ætlar að hitta í mark á móti Argentínu MYND/Reuters

Michael Ballack telur að Þjóðverjar eigi „60-40" möguleika á að sigra Argentínu í 8-liða úrslitum. Þýskaland, sem hefur leikið vel í keppninni og landað fjórum góðum sigrum í röð, þykir vera eitt sigurstranglegasta liðið. Sömu sögu má reyndar segja um Argentínumenn, því þeir hafa einnig átt góðu gengi að fagna í keppninni.

Ballack viðurkennir að það sé slæmt að svona sterk lið mætist þetta snemma í keppninni. Hann hefur þó engar áhyggjur. „Við erum ekki hræddir, jafnvel þó mótherjinn sé Argentína, þar fyrir utan hafa Brasilíumenn verið með sterkasta liðið í keppninni," sagði Ballack. „Við höfum leikið vel, við erum fullir sjálfstrausts og við vitum að við getum slegið Argentínu út."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×