Innlent

Krefst þess að viðskiptavinir verði upplýstir um samheitalyf

Lyfjafræðingafélag Íslands segir ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga almennt út frá verðkönnun ASÍ sem náði aðeins til fárra lyfja.

Félagið segir lyfjabúðir hafa verklagsreglur sem kveða á um að lyfjafræðingar skuli bjóða fólki upp á samheitalyf, þar sem þau séu ódýrari kostur en með sömu virkni og lyf sem læknir hefur ávísað. Siv Friðleifsdóttir sendi í dag bréf til Lyfjastofnunar þar sem þess er krafist að stofnunin ítreki við lyfsala að starfsfólk þeirra upplýsi viðskiptavini um samheitalyf þegar þau eru í boði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×