Innlent

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla æfingum Rússa

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland í haust. Í tilkynningu frá samtökunum segir að æfingar af þessu tagi þjóni engu uppbyggilegu hlutverki og þeim fylgi ýmsar hættur þar sem kjarnorkuknúin skip verði að öllum líkindum með í för. Samtökin ítreka einnig þá kröfu sína að látið verði af svonefndum kurteisisheimsóknum erlendra herskipa í íslenskar hafnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×