Forsetinn skammar ísraelska sendiherrann 23. júní 2006 19:06 Ólafur Ragnar Grímsson forseti lenti í rifrildi við sendiherra Ísraels á Bessastöðum samkvæmt frétt ísraelsks fréttavefs. Ástæðan var meðferð landamæravarða í Ísrael á forsetafrúnni. Sagt er að fundurinn hafi endað með því að forsetinn vísaði sendiherranum á dyr og skellti hurðum á eftir. "Litrík frásögn og færð í stílinn" - segir forsetaembættið. Þessi uppákoma varð á Bessastöðum sextánda júní á fundi Miryam Shomrat, sendirherra Ísraels á íslandi og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta. Sendiherran er með aðsetur í Noregi en var staddur hér á landi í tilefni hátíðarhaldanna sautjánda júní - og sést hér mæta á hátíðarfund á Austurvelli í hópi erlendra stjórnarerindreka. Ísraelska fréttavefsíðan YNETNEWS segir frá því að forsetinn hafi verið önugur og kvartað yfir meðferðinni á eiginkonu sinni, Frú Dorrit Moussaieff í nýlegri heimsókn til Ísraels. Þar töfðu landamæraverðir hana í nokkrar klukkustundir á þeim grundvelli að hún hefði ekki meðferðis ísraelskt vegabréf. Segir svo frá að á Bessastöðum hafi forsetinn skammað ísraelska sendiherrann fyrir þessa framkomu við eiginkonu forsetans og kvartað yfir því að ísraelsríki hafi ekki enn beðist afsökunar á þessu atviki. Í fréttinni er látið að því liggja að forsetinn hafi skyndilega slitið þessum fundi og hafi sendiherranum virst hurð skellt á hæla sér. Í sendiráði Ísraels í Osló var NFS tjáð að frú Miryam Shomrat sendirherra myndi ekki tjá sig um þessa frétt en fjölmargar aðrar fyrirspurnir hefðu borist. Í utanríkisráðuneytinu íslenska fengust þau svör að þetta mál hefði ekki komið til kasta ráðuneytisins. Ekki fæst staðfesting á þessari frétt á forsetaskrifstofunni en Örnólfur Thorsson, forsetaritari segir þó að frásögn ísraelska veffréttamiðilsins sé "litrík - og færð í stílinn." Segir Örnólfur að forsetinn eigi fjölmarga lokaða fundi með sendimönnum erlendra ríkja og ekki sé hefð fyrir því að greina frá innihaldi þeirra enda tveggja manna tal. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti lenti í rifrildi við sendiherra Ísraels á Bessastöðum samkvæmt frétt ísraelsks fréttavefs. Ástæðan var meðferð landamæravarða í Ísrael á forsetafrúnni. Sagt er að fundurinn hafi endað með því að forsetinn vísaði sendiherranum á dyr og skellti hurðum á eftir. "Litrík frásögn og færð í stílinn" - segir forsetaembættið. Þessi uppákoma varð á Bessastöðum sextánda júní á fundi Miryam Shomrat, sendirherra Ísraels á íslandi og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta. Sendiherran er með aðsetur í Noregi en var staddur hér á landi í tilefni hátíðarhaldanna sautjánda júní - og sést hér mæta á hátíðarfund á Austurvelli í hópi erlendra stjórnarerindreka. Ísraelska fréttavefsíðan YNETNEWS segir frá því að forsetinn hafi verið önugur og kvartað yfir meðferðinni á eiginkonu sinni, Frú Dorrit Moussaieff í nýlegri heimsókn til Ísraels. Þar töfðu landamæraverðir hana í nokkrar klukkustundir á þeim grundvelli að hún hefði ekki meðferðis ísraelskt vegabréf. Segir svo frá að á Bessastöðum hafi forsetinn skammað ísraelska sendiherrann fyrir þessa framkomu við eiginkonu forsetans og kvartað yfir því að ísraelsríki hafi ekki enn beðist afsökunar á þessu atviki. Í fréttinni er látið að því liggja að forsetinn hafi skyndilega slitið þessum fundi og hafi sendiherranum virst hurð skellt á hæla sér. Í sendiráði Ísraels í Osló var NFS tjáð að frú Miryam Shomrat sendirherra myndi ekki tjá sig um þessa frétt en fjölmargar aðrar fyrirspurnir hefðu borist. Í utanríkisráðuneytinu íslenska fengust þau svör að þetta mál hefði ekki komið til kasta ráðuneytisins. Ekki fæst staðfesting á þessari frétt á forsetaskrifstofunni en Örnólfur Thorsson, forsetaritari segir þó að frásögn ísraelska veffréttamiðilsins sé "litrík - og færð í stílinn." Segir Örnólfur að forsetinn eigi fjölmarga lokaða fundi með sendimönnum erlendra ríkja og ekki sé hefð fyrir því að greina frá innihaldi þeirra enda tveggja manna tal.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira