Innlent

Forsetinn afhjúpar listaverk

Mynd/Hörður

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, afhjúpa listaverk eftir Steinunni Þórarinsdóttur í Húll í Bretlandi klukkan ellefu að íslenskum tíma, til minningar um breska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. Sams konar verk verður síðan vígt í Vík í Mýrdal í næsta mánuði. Í ár eru 30 ár frá því síðasta þorskastríði Íslendinga og Breta lauk með samningum árið 1976. Af þessu tilefni verður varðskipið Óðinn í heimsókn í Hull og taka varðskipsmenn þátt í athöfninni. Forsetinn mun jafnframt hitta forystumenn þeirra fjölmörgu íslensku fyrirtækja sem starfa í Hull og Grimsby. Þá mun hann eiga fund með Alan Johnson menntamálaráðherra Bretlands, en hann er jafnframt þingmaður Hull kjördæmis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×