Illur hugur 22. júní 2006 19:00 Jón Ásgeir Jóhannesson er sannfærður um að illur hugur búi að baki nýrri skattrannsókn á hendur honum. Meint skattalagabrot hans nema sextíu og sex milljónum króna. Jón Ásgeir segist ætla að fara yfir það með lögfræðingi sínum hvort hann mæti í boðaða yfirheyrslu til ríkislögreglustjóra eftir viku. Jón Ásgeir fékk í fyrradag boð um að koma í yfirheyrslu hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota. Skattrannsóknarstjóri sendi ríkislögreglustjóra gögn málsins í nóvember 2004, þannig að embættið hefur haft þau undir höndum í nítján mánuði til skoðunar. Í viðtali við NFS í gær sagði Jón Snorrason yfirmaður efnahagsbrotadeildar að það væri alls ekki óeðlilegt að rannsóknin hefði tekið þennan tíma með hliðsjón af umfangi hennar. Málið snýst um sextíu og sex milljónir. Jón Ásgeir segir að það sé sú upphæð sem tekist sé á um. Gestur Jónsson, verjandi hans segir að verið sé að brjóta landslög með því að klára ekki öll opniber mál á hendur Jóni Ásgeiri á sama tíma. Sjálfur hefur Jón Ásgeir fleira við boðun ríkislögreglustjóra að athuga. Hann segir það skrýtið að menn úr embætti ríkislögreglustjóra sem hafi talist vanhæfir til að halda áfram með málið eftir að 32 liðum þess var vísað frá, skuli nú aftur komnir inn í málið. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar skýrir það með því að hér sé um nýtt mál að ræða og því sé eðlilegt að það fari venjulegan farveg í gegnum embætti ríkislögreglustjóra Jón Ásgeir talar um einelti og segist sannfærður um að yfirheyrslur vegna meintra skattalagabrota, eins og raunar baugsrannsóknin öll séu tilkomnar af illgirni. Hann segist viss um að illur hugur búi þarna að baki, það sýni allur aðdragandi málsins. Hann segist ætla að fara yfir það með lögfræðingi sínum hvort hann muni mæta í yfirheyrslurnar hjá ríkislögreglustjóra eftir viku. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson er sannfærður um að illur hugur búi að baki nýrri skattrannsókn á hendur honum. Meint skattalagabrot hans nema sextíu og sex milljónum króna. Jón Ásgeir segist ætla að fara yfir það með lögfræðingi sínum hvort hann mæti í boðaða yfirheyrslu til ríkislögreglustjóra eftir viku. Jón Ásgeir fékk í fyrradag boð um að koma í yfirheyrslu hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota. Skattrannsóknarstjóri sendi ríkislögreglustjóra gögn málsins í nóvember 2004, þannig að embættið hefur haft þau undir höndum í nítján mánuði til skoðunar. Í viðtali við NFS í gær sagði Jón Snorrason yfirmaður efnahagsbrotadeildar að það væri alls ekki óeðlilegt að rannsóknin hefði tekið þennan tíma með hliðsjón af umfangi hennar. Málið snýst um sextíu og sex milljónir. Jón Ásgeir segir að það sé sú upphæð sem tekist sé á um. Gestur Jónsson, verjandi hans segir að verið sé að brjóta landslög með því að klára ekki öll opniber mál á hendur Jóni Ásgeiri á sama tíma. Sjálfur hefur Jón Ásgeir fleira við boðun ríkislögreglustjóra að athuga. Hann segir það skrýtið að menn úr embætti ríkislögreglustjóra sem hafi talist vanhæfir til að halda áfram með málið eftir að 32 liðum þess var vísað frá, skuli nú aftur komnir inn í málið. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar skýrir það með því að hér sé um nýtt mál að ræða og því sé eðlilegt að það fari venjulegan farveg í gegnum embætti ríkislögreglustjóra Jón Ásgeir talar um einelti og segist sannfærður um að yfirheyrslur vegna meintra skattalagabrota, eins og raunar baugsrannsóknin öll séu tilkomnar af illgirni. Hann segist viss um að illur hugur búi þarna að baki, það sýni allur aðdragandi málsins. Hann segist ætla að fara yfir það með lögfræðingi sínum hvort hann muni mæta í yfirheyrslurnar hjá ríkislögreglustjóra eftir viku.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira