Innlent

Fundi forystumanna ASÍ og forsætisráðherra seinkað

Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Geir H. Haarde forsætisráðherra. Mynd/Vísir

Fundi forystumanna Alþýðusambandsins með Geir H Haarde forsætisráðherra og nokkrum öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, hefur verið frestað til klukkan sex. Ráðgert hafði verið að fundurinn yrði klukkan hálf fjögur. Að öllum líkindum hafa forystumenn verkalýðshreyfingarinnar þurft lengri tíma til að meta tilboð ríkisstjórnarinnar, en óformlegir fundir og samtöl hafa átt sér stað milli aðila fyrr í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×