Nýjar ákærur hugsanlegar í Baugsmálinu 21. júní 2006 17:34 Mynd/E.Ól Ekki er útilokað að von sé á nýjum ákærum í Baugsmálinu, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, fékk boð um að mæta í yfirheyrslur hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku. Málflutningur í Baugsmálinu fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. Þau óvæntu tíðindi bárust í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði verið boðaður til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra á miðvikudaginn í næstu viku vegna meintra skattalagabrota. Það var Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sem greindi frá þessu í málflutningi sínum fyrir dómnum. Gestur sagði að hinn meintu brot varði skattalög, bókhald og ársreikninga. Boðun Jóns Ásgeirs til yfirheyrslu hefði komið fram eftir að skattrannsóknarstjóri sendi ríkislögreglustjóra niðurstöður vegna skattamála Baugs, Gaums og Fjárfars, sem allt eru félög sem Jón Ásgeir hefur farið fyrir. Jón BH Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, staðfesti við NFS að hér væri í raun um nýtt mál að ræða, jafnvel þótt það ætti rætur í fyrri rannsókn. Fyrir um ári hefði ríkisskattstjóraembættið sent lögreglunni ábendingu um atriði sem skoða þyrfti betur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, færði rök fyrir því í morgun að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, væru tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Ákæruvaldið sakar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, um að hafa verið báðum megin borðs við sölu Vöruveltunnar til Baugs og leynt stjórn Baugs þeirri staðreynd að hann væri eigandi Vöruveltunnar. Hann hafi því notað aðstöðu sína til að stunda viðskiptahætti sem ekki standist lög um innherjaviðskipti. Baugur keypti á sínum tíma 70 prósenta hlut í Vöruveltunni. Í upphafi málflutnings í morgun lagði Sigurður Tómas fram skjal um vinnu Deloitte og Túsch endurskoðunarfyrirtækisins, sem hann segir að skýri að hluta hvers vegna rannsókn málsins dróst. En verjendur Baugsfjölskyldunnar hafa gagnrýnt hvað rannsókn málsins tók langan tíma. Gestur Jónsson sagði ekki koma fram í ákærunni hvert brotið væri og tugir staðreyndavillna væru í ákæruskjalinu og fór fram á að þessu atriði ákærunnar yrði vísað frá dómi. Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Ekki er útilokað að von sé á nýjum ákærum í Baugsmálinu, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, fékk boð um að mæta í yfirheyrslur hjá Ríkislögreglustjóra í næstu viku. Málflutningur í Baugsmálinu fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. Þau óvæntu tíðindi bárust í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði verið boðaður til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra á miðvikudaginn í næstu viku vegna meintra skattalagabrota. Það var Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sem greindi frá þessu í málflutningi sínum fyrir dómnum. Gestur sagði að hinn meintu brot varði skattalög, bókhald og ársreikninga. Boðun Jóns Ásgeirs til yfirheyrslu hefði komið fram eftir að skattrannsóknarstjóri sendi ríkislögreglustjóra niðurstöður vegna skattamála Baugs, Gaums og Fjárfars, sem allt eru félög sem Jón Ásgeir hefur farið fyrir. Jón BH Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, staðfesti við NFS að hér væri í raun um nýtt mál að ræða, jafnvel þótt það ætti rætur í fyrri rannsókn. Fyrir um ári hefði ríkisskattstjóraembættið sent lögreglunni ábendingu um atriði sem skoða þyrfti betur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, færði rök fyrir því í morgun að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, væru tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Ákæruvaldið sakar Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, um að hafa verið báðum megin borðs við sölu Vöruveltunnar til Baugs og leynt stjórn Baugs þeirri staðreynd að hann væri eigandi Vöruveltunnar. Hann hafi því notað aðstöðu sína til að stunda viðskiptahætti sem ekki standist lög um innherjaviðskipti. Baugur keypti á sínum tíma 70 prósenta hlut í Vöruveltunni. Í upphafi málflutnings í morgun lagði Sigurður Tómas fram skjal um vinnu Deloitte og Túsch endurskoðunarfyrirtækisins, sem hann segir að skýri að hluta hvers vegna rannsókn málsins dróst. En verjendur Baugsfjölskyldunnar hafa gagnrýnt hvað rannsókn málsins tók langan tíma. Gestur Jónsson sagði ekki koma fram í ákærunni hvert brotið væri og tugir staðreyndavillna væru í ákæruskjalinu og fór fram á að þessu atriði ákærunnar yrði vísað frá dómi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira