Orkuveitan verður ekki seld 21. júní 2006 15:45 MYND/Róbert Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. Stjórnarskipti urðu á fundinum í dag í samræmi við úrslit borgarstjórnarkosninganna og tekur Guðlaugur Þór Þórðarsson við formennsku í stjórninni af Alfreð Þorsteinssyni. Á aðalfundinum var farið yfir ársskýrslu fyrirtækisins en hún leiðir meðal annars í ljós að hagnaður fyrirtækisins var rúmir 4,3 milljarðar króna á síðasta ári sem er tæplega 700 milljónum króna meira en árið á undan. Þá nema eignir Orkuveitunnar nú rúmum 88 milljörðum króna. Meðal gesta á fundinum var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann segir að Orkuveitan hafi safnað skuldum að undanförnu, bæði vegna virkjanaframkvæmda og verkefna sem sjálfstæðismenn hafi verið mótfallnir. Sú andstaða sé enn til staðar. Hann hafi enn fremur sagt það á fundinum að meirihlutinn myndi ekki selja Orkuveituna. Alfreð Þorseinsson lætur nú af embætti sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann hefur stýrt veitufyrirtækjum Reykjavíkur síðastliðin tólf ár en á árunum 1999 og 2000 sameinuðust þau og síðan þá hefur veltan ríflega tvöfaldast. Hann telur sig skila góðu búi. Alfreð bendir á að Orkuveitan sé orðið það sterkt fyrirtæki að engin þörf sé fyrir Reykjavíkurborg að eiga í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Nú geti borgin, stærsti eigandinn að Orkuveitiunni, með góðri samvisku selt hlut sinn í Landsvirkjun. Fyrir þann hlut fái borgin væntanlega um 30 milljarða króna sem sé afskaplega mikill búhnykur fyrir hvaða sveitarfélag sem er. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. Stjórnarskipti urðu á fundinum í dag í samræmi við úrslit borgarstjórnarkosninganna og tekur Guðlaugur Þór Þórðarsson við formennsku í stjórninni af Alfreð Þorsteinssyni. Á aðalfundinum var farið yfir ársskýrslu fyrirtækisins en hún leiðir meðal annars í ljós að hagnaður fyrirtækisins var rúmir 4,3 milljarðar króna á síðasta ári sem er tæplega 700 milljónum króna meira en árið á undan. Þá nema eignir Orkuveitunnar nú rúmum 88 milljörðum króna. Meðal gesta á fundinum var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann segir að Orkuveitan hafi safnað skuldum að undanförnu, bæði vegna virkjanaframkvæmda og verkefna sem sjálfstæðismenn hafi verið mótfallnir. Sú andstaða sé enn til staðar. Hann hafi enn fremur sagt það á fundinum að meirihlutinn myndi ekki selja Orkuveituna. Alfreð Þorseinsson lætur nú af embætti sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann hefur stýrt veitufyrirtækjum Reykjavíkur síðastliðin tólf ár en á árunum 1999 og 2000 sameinuðust þau og síðan þá hefur veltan ríflega tvöfaldast. Hann telur sig skila góðu búi. Alfreð bendir á að Orkuveitan sé orðið það sterkt fyrirtæki að engin þörf sé fyrir Reykjavíkurborg að eiga í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Nú geti borgin, stærsti eigandinn að Orkuveitiunni, með góðri samvisku selt hlut sinn í Landsvirkjun. Fyrir þann hlut fái borgin væntanlega um 30 milljarða króna sem sé afskaplega mikill búhnykur fyrir hvaða sveitarfélag sem er.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira