Innlent

54% vilja segja upp varnarsamningum.

Um 54% þjóðarinnar er hlynnt því að Íslendingar segi upp varnarsamningum við Bandaríkin. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar.

Helgi Hjörvar fékk IMG Gallup til að vinna könnunina fyrir sig. Spurt var "Ertu hlynntur eða andvígur því að Íslendingar segir upp varnarsamningum við Bandaríkin?" Meirihluti þjóðarinnar eða 53,9% sögðust vera hlynnt uppsögn samningsins. 24,8% sögðust vera andvíg uppsögn samningsins en rúm 21% þátttakenda stendur á sama. Helgi hjörvar segir niðurstöður könnunarinnar afgerandi.

Hann vill að Íslendingar segir upp varnarsamningi við Bandaríkin þar sem ekki sé lengur þörf á honum. Ísland eigi að vera tryggt innan Norður Atlandshafsbandalagsins. Alls tóku 1313 manns á aldrinum 16-75 ára þátt í könnuninni. Könnunin fór fram dagana 25. maí til 6. júní síðastliðinn og var svarhlutfallið um 61 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×