Sport

Úkraína burstaði Sádí-Arabíu

Shevchenko fagnar marki sínu
Shevchenko fagnar marki sínu MYND/AP

Nú var að ljúka leik Úkraínu og Sádí-Arabíu á HM í Þýskalandi. Leiknum lauk með 4-0 sigri Úkraínumanna en það er sami munur og þeir töpuðu með fyrir Spánverjum. Það var Andriy Rusol sem skoraði á 4. mínútu og Serhiy Rebrov bætti öðru við á 36. mínútu. Sjálfur Andriy Shevchenko skoraði á 46. mínútu og Maxim Kalinichenko á þeirri 84. eftir laglega sendingu frá Shevchenko.

Leikurinn var eins og auðveld gönguferð í Hljómskálagarðinum fyrir úkraínska liðið.

Þetta lagar stöðu Úkraínumanna til muna eftir slæmt tap fyrir Spánverjum, en þeir þurfa að leggja Túnis að velli til að komast í 16 liða úrslit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×