Innlent

Þrír búrhvalir inni á Breiðafirði

Búrhvalir eru stærstu tannhvalirnir, auðþekktir af stórum haus og háu enni og blæstri sem vísar til hliðar vegna staðsetningar blástursopsins á höfðinu.
Búrhvalir eru stærstu tannhvalirnir, auðþekktir af stórum haus og háu enni og blæstri sem vísar til hliðar vegna staðsetningar blástursopsins á höfðinu. MYND/af netinu

Þrír búrhvalir sáust í hvalaskoðunarferð frá Ólafsvík í morgun. Afar sjaldgæft er að búrhvalir sjáist svo nærri landi en ferðirnar eru einungis þrír tímar. Einnig sást stór hópur af háhyrningum en þeir eru einnig sjaldgæf sjón inni á Breiðafirðinum.

Að sögn aðstandenda Sæferða sem sjá um hvalaskoðunarferðir frá Ólafsvík hefur hvalalífið á firðinum verið með fjörugasta móti. Háhyrningar hafa sést þrisvar sinnum það sem af er sumri en þeir sjást yfirleitt afar sjaldan eða ekki yfir höfuð heilu sumrin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×