Karlmaður var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir innflutning á rúmum þremur kílóum af hassi og tæpum fjörtíu og sjö grömmum af kókaíni. Maðurinn reyndi að smygla fíkniefnunum til landsins í bíl með farþegarferjunni Norrænu en efnin fundust við leit tollvarða og lögreglu á Seyðisfirði 7. mars. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 8. mars og kemur gæsluvarðhaldið til frádráttar fangelsisdómi hans.
Dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum
