Sport

Gæðin en ekki magnið skiptir öllu í hornunum

Hér sést Allan Dyrning í baráttunni eftir eina af 15 hornspyrnum FH í sumar.
Hér sést Allan Dyrning í baráttunni eftir eina af 15 hornspyrnum FH í sumar.

Það hafa verið skoruð 9 mörk eftir hornspyrnur í fyrstu fimm umferðum Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og það vekur athygli að þau tvö lið sem hafa skorað mest , FH og ÍBV, bæði með 2 mörk eftir horn, eru einmitt þau lið sem hafa fengið fæst horn það sem af er tímabils.

ÍA og Valur, liðin sem hafa fengið flest horn, eiga aftur á móti enn eftir að skora mark eftir hornspyrnu. Það er því greinilega ekki magnið heldur gæðin sem skila liðum mörkum eftir hornspyrnur. Sjötta umferðin hefst í kvöld með þremur leikjum, Víkingur tekur á móti Grindavík, Keflavík fær botnlið Skagamann í heimsókn og Valur mætir Fylki í Laugardalnum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Tölfræði Fréttablaðsins úr Landsbankadeild karla 2006

Flestar fengnar hornspyrnur í fyrstu 5 umferðunum:

ÍA 29

Valur 27

Víkingur 26

Fylkir 25

Breiðablik 25

KR 23

Keflavík 21

Grindavík 20

ÍBV 19

FH 15

Flest mörk eftir hornspyrnur í fyrstu 5 umferðunum:

ÍBV 2

FH 2

Víkingur 1

KR 1

Keflavík 1

Fylkir 1

Breiðablik 1

ÍA 0

Valur 0

Grindavík 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×