Innlent

Kjörsókn eykst dag frá degi

Mynd/Stefán

2664 höfðu kosið utan kjörfundar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík rétt fyrir hádegi í dag. Tíu dagar eru í kosningar og eykst kjörsókn dag frá degi.

Utankjörstaðarfundur var fluttur frá skrifstofu sýslumanns í Reykjavík í Laugardalshöllina um síðastliðin mánaðarmót. Líkt og áður fór utankjörfundaratkvæðagreiðslan rólega af stað en að sögn starfsmanna þá eykst kjörsókn með hverjum degi. Um hádegi höfðu 2664 manns kosið en allir sem eru með kosningarrétt geta greitt atkvæði í Laugardalshöllinni, sjái þeir fram á að eiga ekki kost á að kjósa á kjördag, 27. maí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×