Innlent

Boða aðgerðir til að draga úr vanda Landspítalans

Ákveðið hefur verið að grípa til fjölþættra aðgerða til að draga úr útskriftarvanda Landsspítalans og slá á þá manneklu sem hann stendur frammi fyrir. Þetta var ákveðið á fundi sem Siv Friðleifsdóttir átti með stjórnendum spítalans.

Málefni Landspítalans hafa verið til umræðu að undanförnu og hafa tvö atriði einkum verið áberandi. Í fyrsta lagi vandi sjúkrahússins að því að lýtur útskrift sjúklinga sem eru í þörf fyrir þjónustu annars staðarog í öðru lagi mannekla spítalans. Fram hefur komið í fréttum að um 80-100 manns liggja á deildum spítalans sem betur væri sinn á hjúkrunarheimilum, sambýlum eða heimahúsum. Ákveðið var á fundinum að Landspítalinn tæki upp viðræður við forsvarsmenn hjúkurnarheimila um aukinn forgang spítalans að hjúkrunarrýmum.

Þá var samþykkt að til bráðabirgða hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar frá öðrum löndum verði ráðnir í stöður spítalans sem þarf að manna en til langframa að séð verði til þess hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar útskrifist hér á landi en nú er. Fundurinn lagði einnig til að beina þeim tilmælum til nærliggjandi sjúkrahúsa að þau hlaupi undir bagga með landspítalanum þar sem því verði komið við. Þá var og ákveðið að stjórnendur heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og landspítalinn beittu sér fyrir tilraunaverkefni um sérhæfða hjúkrunarþjónustu tengda læknisþjónustu í heimahúsum.

Þannig mætti stytta legutíma sjúklinga en fram til þessa hefur reynslan af hjúkrunarþjónustu spítalans við krabbameinssjúka verið jákvæð og því ekkert því til fyrirstöðu að láta á það reyna hvort slík þjónusta henti fleiri sjúklingum eins og til að mynda öldruðum. Að lokum var ákveðið að reyna að fá hjúkrunarfræðinga sem ekki starfa sem slíkir til vinnu við faggrgein sína á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×