Innlent

KB banki bakhjarl Listahátíðar

KB banki undirritaði í dag  samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík til næstu þriggja ára. Í samningnum felst að bankinn verður fjárhagslegur bakhjarl hátíðarinnar. Samningurinn er í raun framlenging á samstarfi Listahátíðar og KB banka, þar sem bankinn hefur verið bakhjarl hátíðarinnar um nokkurra ára skeið.

Það voru Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka og Hrefna Haraldsdóttir framkvæmdastjóri Listahátíðar sem undirrituðu samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×