Samfylkingin í Kópavogi svarar Gusturum 12. maí 2006 11:48 Samfylkingin í Kópavog hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna athugasemdar Hestamannafélagsins Gusts sem birtist í fjölmiðlum í morgun. Vegna samþykktar sem gerð var á félagsfundi Hestamannafélagsins Gusts 11. maí síðastliðinn er nauðsynlegt að ítreka eftirfarandi. 1. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa hvergi haldið því fram að það ætti ,, að semja eingöngu um flutning þeirra sem nú eiga hesthús í Gusti" eins og fram kemur í frásögn af félagsfundinum á heimasíðu Gusts. Samfylkingin hefur þvert á móti lagt á það mikla áherslu í sínum málflutningi að félagið flytti í heild sinni og að á Kjóavöllum eru fjölmörg tækifæri til að styrkja og stækka félagið. 2. Aftur á móti mótmæltum við því mjög harðlega að verðlauna ,,uppkaupsmennina" sem gerðu aðför að félaginu sl. haust með miklu hærra verði en félagsmenn eða hestamannafélagið fá fyrir sínar eignir. 3. Við höfum bent á að við teljum verð fyrir hvern fermetra í hesthúsunum óeðlilega hátt eða um þrefalt markaðsverð. Engin rök hafa komið fram sem réttlæta slíkt verð. Með þessu er bærinn að borga hæsta verð fyrir land sem hann hefur nokkurn tíma borgað. 4. Við vísum öllum ásökunum á bug um að við höfum veist að einstaklingum í Gusti en bendum á að það hefði verið skynsamlegra og farsælla fyrir félagið að hafa bæjarfulltrúa allra flokka með í ráðum við undirbúning á flutningi hestamannafélagsins og hefja það þannig yfir pólitískar deilur. Komið hefur fram að bæjarfulltrúar meirihlutans hafa verið með í ráðum allan tíma. 5. Hins vegar eru vonandi allir sammála um þær hugmyndir sem fram koma í niðurlagi ályktunarinnar um að markmið ,,bæði félagsins og bæjaryfirvalda er að byggja upp svæði fyrir Gustara sem verði sveitarfélaginu til sóma og hestamennsku í Kópavogi til framdráttar" 6. Samfylkingin í Kópavogi hefur stutt Hestamannafélagið Gust dyggilega frá því að uppkaupsmenn veittust að félaginu með ofurtilboðum sínum í hesthús. T.d. hefur Samfylkingin lagt áherslu á það í bæjarstjórn að samráð skyldi hafa við félagið v/skipulagsbreytinga sem þrengdu að reiðleiðum að Glaðheimum og við höfum sett þann fyrirvara við samþykki á þessum breytingum, að þær væru þóknanlegar hestamönnum í Gusti. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Sjá meira
Samfylkingin í Kópavog hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna athugasemdar Hestamannafélagsins Gusts sem birtist í fjölmiðlum í morgun. Vegna samþykktar sem gerð var á félagsfundi Hestamannafélagsins Gusts 11. maí síðastliðinn er nauðsynlegt að ítreka eftirfarandi. 1. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa hvergi haldið því fram að það ætti ,, að semja eingöngu um flutning þeirra sem nú eiga hesthús í Gusti" eins og fram kemur í frásögn af félagsfundinum á heimasíðu Gusts. Samfylkingin hefur þvert á móti lagt á það mikla áherslu í sínum málflutningi að félagið flytti í heild sinni og að á Kjóavöllum eru fjölmörg tækifæri til að styrkja og stækka félagið. 2. Aftur á móti mótmæltum við því mjög harðlega að verðlauna ,,uppkaupsmennina" sem gerðu aðför að félaginu sl. haust með miklu hærra verði en félagsmenn eða hestamannafélagið fá fyrir sínar eignir. 3. Við höfum bent á að við teljum verð fyrir hvern fermetra í hesthúsunum óeðlilega hátt eða um þrefalt markaðsverð. Engin rök hafa komið fram sem réttlæta slíkt verð. Með þessu er bærinn að borga hæsta verð fyrir land sem hann hefur nokkurn tíma borgað. 4. Við vísum öllum ásökunum á bug um að við höfum veist að einstaklingum í Gusti en bendum á að það hefði verið skynsamlegra og farsælla fyrir félagið að hafa bæjarfulltrúa allra flokka með í ráðum við undirbúning á flutningi hestamannafélagsins og hefja það þannig yfir pólitískar deilur. Komið hefur fram að bæjarfulltrúar meirihlutans hafa verið með í ráðum allan tíma. 5. Hins vegar eru vonandi allir sammála um þær hugmyndir sem fram koma í niðurlagi ályktunarinnar um að markmið ,,bæði félagsins og bæjaryfirvalda er að byggja upp svæði fyrir Gustara sem verði sveitarfélaginu til sóma og hestamennsku í Kópavogi til framdráttar" 6. Samfylkingin í Kópavogi hefur stutt Hestamannafélagið Gust dyggilega frá því að uppkaupsmenn veittust að félaginu með ofurtilboðum sínum í hesthús. T.d. hefur Samfylkingin lagt áherslu á það í bæjarstjórn að samráð skyldi hafa við félagið v/skipulagsbreytinga sem þrengdu að reiðleiðum að Glaðheimum og við höfum sett þann fyrirvara við samþykki á þessum breytingum, að þær væru þóknanlegar hestamönnum í Gusti.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Sjá meira