Innlent

Fornleifar og nýjasta tækni

Landnámssýningin Reykjvík 871 +/- 2 verður opnuð formlega á morgun í tilefni Listahátíðar Reykjavíkur. Óhætt er að segja að á sýningunni mætist tímarnir tvennir en fornleifum frá víkingaöld er teflt saman við nýjustu margmiðlunartæknina með góðum árangri.

Fornleifauppgröftur hófst á lóðunum við Aðalstræti 14, 16, og 18 í ársbyrjun 2001 en það var ekki fyrr en í apríl 2004 sem borgarstjórn ákvað að rústirnar skyldu varðveittar og ákveðið var að byggja sýningarsal í kringum þær. Síðan þá heffur undirbúningur verið í fullum gangi en varðveita þurfi rústirnar sérstaklega áður en hægt var að hefjast handa við að setja upp sýninguna. Sýningin hefur hlotið nafnið Reykjavík 871 plús mínus tveir-Landnámssýningin enn nafn sýningarinnar er dregið af landnámsöskulaginu sem talið er að hafi fallið árið 871 með skekkjumörkum um tvö ár til eða frá. Á sýningargólfinu er að finna hluta úr vegg sem er elsta mannvirki sem fundist hefur á Íslandi til þessa. Sýningin gefur góða mynd af því hvernig landnámi hefur verið háttað í Reykjavík en rannsóknum fræðimanna á mannvistarleifum frá upphagi byggðar í Reykjavík gerð góð skil á sýningunni. Á sýningunni er forleifum frá víkingaöld blandað saman við nýjustu tækni í margmiðlun svo gestir sýningarinnar geta haft áhrif á það hvað þeir kynna sér og hvernig.

Sýningin verður opnuð fyrir almenning á laugardaginn en þess má geta að ókeypis er á sýninguna nú um helgina í boði Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×