Innlent

Helmingsmunur á kexpakka

Helmingsmunur getur verið á verði sams konar kexpakka í matvörubúðum sem eru hlið við hlið. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ segir fákeppni ríkja á matvörumarkaði, en með skynsömum innkaupum geti neytendur haldið verðinu í skefjum.

Samkvæmt nýrri verkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambandsins frá því á mánudaginn er yfirleitt yfir 50% munur á hæsta og lægsta verði í matvörubúðum eða á 19 vörutegundum af þeim 29 sem skoðaðar voru.

Eins og yfirleitt áður var Bónus oftast með lægsta verðið. Verðið í Krónunni reyndist þó yfirleitt bara örlítið hærra, en hæst var verðið langoftast í ellefu ellefu, eða í 20 tilvikum. Gylfi segir samkeppni ríkja á matvörumarkaðnum, en líka fákeppni. Það þurfi ekki að fara í Öskuhlíðina til þess að hafa samráð, heldur geti aðstæðurnar valdið ákveðnu samráði.

Kannanir ASÍ sýna svo ekki verður um villst ákveðið munstur á matvörumarkaðnum. Það sem er kannski mesta umhugsunarefnið í þessu öllu saman er að eigandinn er sá sami, þannig að þó að viðskiptin séu flutt úr 10-11 eða 11-11 í Bónus eða Krónuna endar peningurinn í sama vasanum, nú eða hinum vasanum á sömu buxunum, allt eftir því hvernig á það er litið. En neitendur geta samt haft áhrif með því að versla þar sem verðið er lægst hverju sinni. Gylfi segir að með því að gera það geti neitendur að vissu leiti stjórnað verðinu, þannig að það fari ekki upp úr öllu valdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×