Innlent

Segja vegina ekki þola aukna umferð

Héraðsnefnd Austur-Húnavetninga skorar á samgönguráðherra að beita sér fyrir því að þjóðvegur eitt um hún Húnvatnssýslu verði breikkaður. Nefndin bendir á aukin umferð stórra flutningabíla og öðrum umferðarþunga hafi stóraukið þörf fyrir breiðari og betri vegi. Í ályktun nefndarinnar segir segir að í mörgum tilfellum þoli vegirnir engan veginn þá umferð sem ætlað er að aki um þá og telur nauðsynlegt að stórauka fjárframlög til þessara verkefna við gerð samgönguáætlunar 2007- 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×