Innlent

Íbúum boðið frítt í sund

Íbúum Reykjanesbæjar er boðið í sund milli 13 og 17 næsta laugardag. Þá verður opnuð ný 50 metra löng innilaug og vatnaveröld í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Af því tilefni bjóða Reykjanesbær og Fasteign hf öllum íbúum frítt í sund.

Í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ segir að Vatnaveröld, sem tekin verður í notkun á laugardag, sé fyrsti íslenski vatnaleikjagarðurinn innandyra. Því sé öllum börnum á grunnskólaaldri boðið í sund og þau leyst út með sundtösku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×